Vegna aukinna umsvifa óskar ReSource International ehf. eftir því að ráða kraftmikinn og drífandi einstakling í starf á sviði umhverfisráðgjafar. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, því leitum við að einstaklingi sem er opinn fyrir nýjungum og ögrandi verkefnum á sviði umhverfismála.  Dæmi um viðfangsefni sem gætu komið inn á borð ráðgjafans: Úrgangsmál, vistferilsgreiningar, grænt bókhald, umhverfisstefnur og innleiðing umhverfislausna, Heimsmarkmiðin 17, snjall-lausnir, landupplýsingar (GIS), umhverfismat og margt fleira.

HELSTU VERKEFNI

  • Ráðgjöf og skýrslugerð
  • Rannsóknir og þróun
  • Verkefnastjórnun
  • Viðskiptaþróun

HÆFNISKRÖFUR

  • BSc eða MSc í umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, náttúruvísindum eða sambærilegu námi.
  • Þekking og/eða reynsla á, sem dæmi: Fráveitum, lífgasi, úrgangsstjórnun, bókhaldi gróðurhúsalofttegunda (GHG), BREEAM og vistferilsgreiningum (LCA) er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund ásamt því að vinna vel í hópum.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Reynsla í skýrslugerð.
  • Þekking og reynsla á GIS og/eða CAD hugbúnaði er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Karl Eðvaldsson, forstjóri í síma 571-5864. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2022.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á job@resource.is.