Okkar þjónusta

Okkar markmið er að sameina hefðbundna ráðgjöf og þjónustu verkefna með nýstárlegri nálgun og áherslu á rekstur.  Okkar sérstæða nálgun á verkefnum og gæði okkar vinnu er það sem viðskiptavinir okkar eru einna ánægðastir með.  Fjölbreytilegur bakgrunnur starfsfólks ReSource, hæfni og þekking gera okkur kleift að takast á við margbreytileg verkefni.  Við mælum með að kíkja inn á síðuna „Verkefni“ hér að ofan til að sjá nokkur af okkar lykilverkefnum en hér að neðan má líka finna dæmi um þau svið og þá þjónustu sem við störfum við.

Ráðgjöf í umhverfismálum

Við aðstoðum þig í átt að sjálfbærri umbreytingu

Umhverfissérfræðingarnir okkar hafa breiða þekkingu á ýmsum umhverfisstöðlum svo sem útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda, vottuðum umhverfisyfirlýsingum (EPD), mat á umhverfisáhrifum (EIA), vistferilsgreiningum (LCA) o.fl.

 

Úrgangsstjórnun

Fyrirtækið okkar varð til á urðunarstað

Frá upphafi hefur ReSource þróað hugmyndafræði varðandi meðhöndlun úrgangs og nýtingu afgangsauðlinda.  Í gegnum þetta höfum við öðlast þekkingu og reynslu í rekstri urðunarstaða og þróun grænna iðngarða.  Við tökum að okkur verkefni sem spanna flest atriði sem tengjast úrgangsstjórnun, allt frá söfnun og flokkun til endurvinnslu og endurnýtingar.

 

Landmælingar og kortagerð

Skilvirkar landmælingar

Við hjá ReSource framkvæmum hefðbundnar landmælingar ásamt því að bjóða upp á nýstárlegri mælingar með drónum sem byggja á myndmælingafræði (e. photogrammetry). Við skilum af okkur nákvæmum, hnitbundnum gögnum í hárri upplausn og getum einnig nýtt gögn frá gervitunglum.

Stafræn tæknivæðing og snjalltækni

Framtíðin er núna

Við vitum að aukin skilvirkni og tæknivæðing mun ekki raungerast nema með því að færa ferla í auknum mæli inn í hinn stafræna heim. Þess vegna erum við með okkar eigið teymi af gagnasérfræðingum og forriturum sem klæðskerasníða lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

 

 

Rannsóknir og þróun

Njóttu góðs af okkar reynslu

Í gegnum tíðina höfum við tekið þátt í ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum af mismunandi stærðum og gerðum. Við getum hjálpað öðrum við að koma á fót verkefnum sem standast ýtrustu kröfur og einnig haft samráð um vísindalegt innihald þróunarverkefna. Viðskiptavinir okkar hafa samband við okkur þegar verkefni kalla á það að hugsað sé út fyrir kassann.

 

GASTRAQ

Áreiðanleg kortlagning, magngreining og skýrslugerð á gaslosun

Höfum þróað leiðandi aðferð til að mæla og kortleggja gaslosun með drónum.  Við fljúgum þvert í gegnum strókinn sem kemur frá gasuppsprettunni og endugerum hann með algrími. Gögnin eru sameinuð veðurgögnum og þannig getum við gefið nákvæma mælingu á heildaruppstreymi gass á tilteknu svæði. 

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um  👉  GastraQ

Óska eftir þjónustu

Við aðstoðum þig með ánægju!

Persónuvernd
Með staðfestingu þessa eyðublaðs samþykkir þú að ReSource International ehf. safni þeim upplýsingum sem á eyðublaðinu eru til að geta fylgt eftir beiðni þinni. ReSource International ehf. mun ekki deila þessum gögnum áfram. Þú getur óskað eftir því að þessum gögnum verði eytt með því að hafa samband við okkur.