Okkar þjónusta

Okkar markmið er að sameina hefðbundna ráðgjöf og þjónustu verkefna með nýstárlegri nálgun og áherslu á rekstur.  Okkar sérstæða nálgun á verkefnum og gæði okkar vinnu er það sem viðskiptavinir okkar eru einna ánægðastir með.  Fjölbreytilegur bakgrunnur starfsfólks ReSource, hæfni og þekking gera okkur kleift að takast á við margbreytileg verkefni.  Við mælum með að kíkja inn á síðuna „Verkefni“ hér að ofan til að sjá nokkur af okkar lykilverkefnum en hér að neðan má líka finna dæmi um þau svið og þá þjónustu sem við störfum við.

Úrgangsstjórnun

Fyrirtækið okkar varð til á urðunarstað

Frá upphafi hefur ReSource þróað hugmyndafræði varðandi meðhöndlun úrgangs og nýtingu afgangsauðlinda.  Í gegnum þetta höfum við öðlast þekkingu og reynslu í rekstri urðunarstaða og þróun grænna iðngarða.  Við tökum að okkur verkefni sem spanna flest atriði sem tengjast úrgangsstjórnun, allt frá söfnun og flokkun til endurvinnslu og endurnýtingar.

 

Landmælingar og kortagerð

Skilvirkar landmælingar

Við hjá ReSource bjóðum upp á hefðbundnar landmælingar ásamt því að bjóða upp á nýstárlegri mælingar með drónum sem byggja á myndmælingafræði (e. photogrammetry). Við skilum af okkur nákvæmum, hnitbundnum gögnum í hárri upplausn og á hagkvæman máta. Við erum með mikla reynslu af landmælingum og höfum mikla aðlögunarhæfni á því sviði. Einnig er mögulegt að nýta gögn frá gervitunglum.

 

Framleiðsla á líforku

Sérfræðingar í framleiðslu á lífgasi

ReSource International býður uppá greiningar- og tæknþjónustu varðandi framleiðslu á lífgasi. Reynsla okkar í rekstri slíkra innviða gerir okkur kleift að bjóða viðeigandi upplýsingar fyrir viðskipavini okkar til þess að besta rekstur framleiðslueininga þeirra.

 

Vatns- og fráveita

Verndun vatnsauðlinda

Við stöndum framarlega þegar kemur að skilningi á vatns- og fráveitukerfum vegna reynslu okkar bæði sem ráðgjafar og rekstraraðilar slíkra kerfa.