Plastendurvinnslan Pure North ehf. í Hveragerði fékk ReSource til að vinna vistferilsgreiningu (LCA) og umhverfisyfirlýsingu (EPD) fyrir vinnslu sína á heyrúlluplasti. Þar með hefur Pure North bæst í hóp örfárra íslenskra framleiðanda sem hafa EPD skjöl fyrir sínar vörur. EPDið var gefið út af Alþjóðlega EPD kerfinu (The International EPD System) í apríl síðastliðnum.

Útgefna EPD skjalið má finna hér: https://environdec.com/library/epd5610

EPD® er vottuð umhverfisyfirlýsing, sem gefur upplýsingar um þau umhverfisáhrif sem verða á líftíma vöru og/eða þjónustu í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 14025. Alþjóðlega EPD kerfið (The International EPD system) er kerfi sem heldur utan um þróun og skráningu EPD skjala fyrir hvers kyns vöru og þjónustu. Kerfið er alþjóðlegt, vottað af óháðum þriðja aðila og útvegar auðlæsileg skjöl með traustum bakgrunni.

Við viljum vinna LCA og EPD verkefni fyrir okkar viðskiptavini til að styðja þá í sinni vegferð til sjálfbærni og til að auðvelda þeim miðlun upplýsinga um sitt umhverfisspor til viðskiptavina sinna með því að nota trausta EPD kerfið.