Það gleður okkur að ReSource International ehf. hóf á dögunum samstarf við fyrirtækið „Súrefni íslensk kolefnisjöfnun“.

Súrefni veitir einstaklingum og fyrirtækjum möguleika á að draga úr sínu kolefnisfótspori með kolefnisbindingu í skógrækt hérlendis í samstarfi við Skógræktina.  Súrefni mun bjóða lögaðilum upp á alþjóðlega vottaðar kolefniseiningar sem skráðar verða í Loftlagsskrá Íslands.

Í þessu góða samstarfi  við Súrefni mun ReSource halda áfram að sinna framúrskarandi ráðgjöf og þróun í kolefnisútreikningum og hvernig draga má úr losun þess.  Með þessu móti geta ReSource og Súrefni boðið fyrirtækjum upp á heildstæða lausn þegar kemur að þeirra þörfum í kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun, allt frá útreikningi kolefnisspors, þeirra lausna sem þörf er á til að draga úr kolefnissporinu og bindingu með gróðursetningu fyrir þeirri losun sem eftir stendur.

Öll fyrirtæki og lögaðilar sem starfa eftir ISO staðli, eða hafa áhuga á að innleiða hann, munu sjá hag sinn í þeim heildstæðu lausnum sem  ReSource og Súrefni geta boðið upp á í þessum málum.