Suðurnesjavettvangur er samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum ásamt Isavia og Kadeco sem byrjaði fyrir 2 árum síðan.  Viðfangsefnið er að uppbygging samfélags og atvinnulífs á svæðinu þar sem leiðarljós eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.  Að verkefninu hafa komið hundruðir einstaklinga, opinberir aðilar, fyrirtæki og félagasamtök.

Þann 16. júní var haldinn lokafundur þessa 1. áfanga verkefnisins í Hljómahöll í Reykjanesbæ og tókst í alla staði frábærlega.  

Fingraför Resource eru mikil í þessu verkefni.  Hákon Gunnarsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá Resource hefur leitt verkefnið ráðgjafamegin ásamt Bjarna Snæbirni Jónssyni allan tímann.   Í ferlinu voru skilgreind 2 verkefni sem voru ákveðin kjölfesta í vettvangnum.  Annarsvegar fýsileikaskýrsla fyrir byggingu Sorporkustöðvar á Suðurnesjum. Hinsvegar uppbygging “Hringrásargarðs” (Eco Industrial Park)  á svæðinu – þar sem sjálfbærnihugsun í atvinnulífi er höfð að leiðarljósi. 

Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri Resource (sem er borinn og barnfæddur Keflvíkingur)  kynnti niðurstöðurnar og hefur erindi hans vakið mikla athygli eins og sést hér í frétt sem birtist á mbl.is:  Hringrás á Suðurnesjum.

Að vinnunni við gerð þessara tveggja skýrslna komu margir starfsmenn Resource að borðinu auk Karls og Hákonar. 

Á fundinum voru þrír ráðherrar með framlag, en það var Resource sem hafði milligöngu um þátttöku þeirra.   Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mættu í panelumræður þar sem þau lofuðu framtakið.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra flutti erindi í gegnum fjarfundabúnað.

Við í Resource erum stolt yfir að koma að þessu verkefni. Það er mjög í anda stefnu Resource um að stuðla að sjálfbæru og betra samfélagi.  Við hlökkum til framhaldsins.  

Hér er linkur á ráðstefnuna þar sem hægt er að hlusta á fyrirlesarana: Suðurnesjavettvangur – lokafundur 1. áfanga