ReSource International er nú skráð á vefsíðu EPD International AB sem LCA/EPD ráðgjafaþjónusta. Þessi skráning staðfestir starfsemi okkar í vistferilsgreiningum (LCA) og í gerð umhverfisyfirlýsinga (EPD). ReSource er nú skráð í þeim 3 löndum þar sem við höfum skrifstofur, þ.e. Íslandi, Svíþjóð og Sviss en þjónusta okkar er þó líka fáanleg í öðrum löndum.

EPD® er vottuð umhverfisyfirlýsing, sem gefur upplýsingar um þau umhverfisáhrif sem verða á líftíma vöru og/eða þjónustu í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 14025. Alþjóðlega EPD kerfið (The International EPD system) er kerfi sem heldur utan um þróun og skráningu EPD skjala fyrir hvers kyns vöru og þjónustu. Kerfið er alþjóðlegt, vottað af óháðum þriðja aðila og útvegar auðlæsileg skjöl með traustum bakgrunni.

Við viljum vinna LCA og EPD verkefni fyrir okkar viðskiptavini til að styðja þá í sinni vegferð til sjálfbærni og til að auðvelda þeim tjáningu á sínu umhverfisspori til viðskiptavina sinna með því að nota trausta EPD kerfið.

Þú getur fundið dæmi um LCA/EPD verkefni í verkefnamöppunni okkar og hér að neðan:

More about EPD International AB

EPD International AB, a limited company registered in Sweden, is the programme operator and has the overall responsibility for the administration and operation of the International EPD® System. EPD International is a subsidiary to IVL Swedish Environmental Research Institute: an independent, non-profit research institute, owned by a foundation jointly established by the Swedish Government and Swedish industry.