Kortlagning metanlosunar með drónum á urðunarstöðum

ReSource International hefur þróað aðferð til að mæla styrk metans á urðunarstöðum. LMC skynjari frá Pergam Suisse var settur á DJI M600 dróna og prófaður á þremur urðunarstöðum á Íslandi. Skynjarinn er venjulega notaður til að greina jarðgasleka á jörðu niðri en við höfum sett á hann einn af drónum okkar til að greina metanlosun á þeim urðunarstöðum sem við vinnum á. Eftir að hafa unnið úr hrágögnum með 3D hæðarlíkönum okkar og GIS hugbúnaði gerum við kort í hágæða upplausn af útblæstri og berum saman við sýnilegar hitamyndir.

ReSource International hefur sérhæft sig undanfarin ár í vöktun á urðunarstöðum og söfnunargaskerfum. Að auki fylgir fyritækið eftir drónaáætlun þar sem hvert tækifæri er nýtt til að nota þessa tækni á urðunarstöðum.

Verkefnið var unnið í samstarfi við :

www.sorpa.is

Published On: 14. 09. 2021.Categories: ,