Uppsetning á gassöfnunarkerfi fyrir urðunarstað með brennara

Árið 2018 lauk ReSource við uppsetningu á söfnunarkerfi fyrir urðunargas (LFG) á svæði Fíflholts í Borgarbyggð. Urðunarstaðurinn er tiltölulega lítill og áskorunin var að finna kerfi með brennara sem gæti unnið með lítið flæði urðunargass (50-100 Nm3/klst.) Efasemdir voru uppi um að gasið væri ekki nóg til að virkja brennarann en við sýndum fram á að hægt væri að bæta vinnslu urðunarstaðarins verulega án mikils kostnaðar.  Þetta var mögulegt með LowCal brennara frá Landfill Systems.

Verkefnið var á vegum ReSource allt frá  forrannsókn, hönnun, uppsetningu og eftirfylgni í rekstri og gasmælingum. Urðunarstaðurinn tekur enn á móti úrgangi en með tilkomu þessarar tækni og viðleitni forsvarsmanna urðunarstaðarins mun sparast að jafnvirði 35.000 tonna af koltvísýringi sem jafngildir 2.500 meðalstórum ökutækjum á hverju ári.

Verkefnið var unnið í samvinnu við :

 

Published On: 14. 09. 2021.Categories: , ,