Þann 21. september sl. fékk eLandfill kerfið okkar hið eftirsótta Efficient Solution merki frá Solar Impulse stofnuninni. Efficient Solution merkið er fyrsta vottunin sem metur arðsemi vara og þjónustu sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Til að fá merkið þurfa umsækjendur að standast ítarlega skoðun utanaðkomandi aðila og er merkið því eftirsótt af fyrirtækjum sem viðurkenning á þeim vörum og þjónustu sem þau veita.

Við hjá ReSource erum stolt af þeirri viðurkenningu sem eLandfill hefur fengið með vottun Solar Impulse stofnunarinar. ReSource stefnir hraðbyr að opinberri opnun á eLandfill í þessum mánuði.

Til að sjá ítarlegri upplýsingar um eLandfill er hægt að smella hér.