Á urðunarstað í Gävle hjálpuðum við PreZero að greina styrk metans við yfirborð urðunarstaðarins. Tæknimaður okkar gekk samtals 5,5 km eftir yfirborði urðunarstaðarins og safnaði 26.331 mælipunktum sem nýtast við að búa til líkan af losun svæðisins. Þó svo að dróninn komi sér vel í svona mælingar getur einnig verið hentugt að nýta mannfólkið. 

Við hjá ReSource framkvæmdum mismunandi mælingar á yfirborði urðunarstaðarins til að sýna hve mikil eða lítil losunin er. Þessar upplýsingar eru dýrmætar fyrir rekstraraðila urðunarstaðar sem áformar að leggja nýjar lagnir eða bæta gassöfnun, óháð því hvort staðurinn er virkur, í lokunarferli eða lokaður. Svipaðar mælingar má endurtaka síðar til að sjá hvort reksturinn hafi verið bættur eða breyst með tímanum. 

Við þökkum PreZero fyrir viðskiptin og óskum þeim til hamingju með að stíga þetta fyrirmyndarskref fram á veginn. 

Hér fyrir neðan má finna fleiri verkefni sem ReSource hefur gert er tengjast urðunarstöðum: