ReSource International (RSI) er vaxandi fyrirtæki á sviði umhverfisverkfræði og ‑þjónustu. Við erum að þróa starfsemi á sviði líforkuframleiðslu, meðhöndlun úrgangs, skolphreinsunar, umhverfislegra fótspora, sölu aukaafurða úr iðnaði og annarra sviða sem tengjast umhverfismálum. Fyrirtækið er að hluta í eigu alþjóðlegra aðila og starfar einnig að verkefnum utan Íslands. Starfsmenn hafa tækifæri til starfsframa í samræmi við þróun fyrirtækisins.

UMHVERFISRÁÐGJAFI ÓSKAST 

Vegna aukinna umsvifa óskar ReSource International ehf. eftir því að ráða kraftmikinn og drífandi einstakling í umhverfisráðgjafarstarf. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, því leitum við að einstakling sem er opin fyrir nýjungum og ögrandi verkefnum á sviði umhverfismála.
ReSource International ehf. sérhæfir sig í umhverfisverkfræði, þ.e. umhverfisráðgjöf, verkfræðiþjónustu, sýnatökur, umhverfismælingar, umsjón með umhverfistæknikerfum og veitum. Þar að auki, vinnur ReSource að rannsóknar og þróunarverkefnum í umhverfismálum. Dæmi um rannsóknarverkefni eru; örplastmælingar í drykkjarvatni og nýtingu á endurunnu plasti í malbik.
Dæmi um viðfangsefni sem gætu komið inn á borð ráðgjafans: Úrgangsmál, Vistferlisgreiningar, Grænt bókhald, Umhverfisstefnur og innleiðing umhverfislausna, Heimsmarkmiðin 17, Smart lausnir, GIS lausnir, umhverfismat og margt fleira.

HELSTU VERKEFNI

  • Ráðgjöf og skýrslugerð
  • Rannsóknir og þróun
  • Verkefnastjórnun
  • Viðskiptaþróun

HÆFNISKRÖFUR

  • BSc or MSc í umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði eða sambærilegt nám.
  • Þekking og/​eða reynsla á fráveitum, lífgasi, úr gangsstjórnun, bókhaldi gróðurhúsalofttegunda (GHG) og lífsferilgreiningum (LCA) er kostur.
  • Samskiptahæfileika og reynslu í skýrslugerð á íslensku og ensku
  • Þekking á Norðurlandamáli er kostur
  • Þekking og reynsla á GIS og/​eða CAD hugbúnaði er kostur

Nánari upplýsingar veitir Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri í síma 770‑8513.

Umsóknarfrestur er til og með 31. Mars 2019. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á job@​resource.​is.