ReSource International (RSI) er vaxandi fyrirtæki á sviði umhverfisverkfræði og ‑þjónustu. Við erum að þróa starfsemi á sviði líforkuframleiðslu, meðhöndlun úrgangs, skolphreinsunar, umhverfislegra fótspora, sölu aukaafurða úr iðnaði og annarra sviða sem tengjast umhverfismálum. Fyrirtækið er að hluta í eigu alþjóðlegra aðila og starfar einnig að verkefnum utan Íslands. Starfsmenn hafa tækifæri til starfsframa í samræmi við þróun fyrirtækisins.