Skaftárhreppur mun á þessu ári taka þátt í tilraunaverkefni um breytta sorphirðu í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og ReSource International ehf.

Tilgangur verkefnisins er að gefa heildarsýn á hvaða úrgangsstjórnunnarlausnir eru best til þess fallnar að koma til móts við lög og stefnur stjórnvalda sem og íbúa sveitafélaga.

Þessi aukna þekking er talin vera nauðsynleg til þess að koma til móts við stefnur Umhverfisráðuneytisins og mótar líkan að sorphirðulausnum fyrir landið allt.

Tilraunaverkefnið var kynnt á íbúafundi í Skaftárhreppi í síðustu viku þar sem tekið var vel á móti okkur, vel mætt og fólk áhugasamt um næstu skref tilraunaverkefnsins.