Snjalltunnur – Tilraunaverkefni í Reykjavík

ReSource International ehf. hefur framkvæmt forrannsókn með snjallmælum til þess að kanna hvaða þætti þarf að hafa í huga á sviði snjallvæðingar úrgangsmeðhöndlunar. Samstarf við Reykjavíkurborg og Norrænu snjallborgar tengslanetinu (NSCN) leiddi í ljós að borgir glíma gjarnan við sambærilegar áskoranir á þessu sviði. Þessvegna er samstarf lykilþáttur til að flýta fyrir framkvæmdum á sviði snjallborgarlausna.

Reykjavíkurborg og RSI hafa byrjað á framkvæmd tilraunaverkefnis í sumar til þess að kanna snjalltunnulausnir frá mismunandi framleiðendum og með mismunandi tengimöguleikum. Snjallmælarnir sem hafa orðið fyrir valinu ná yfir breitt svið mæla og samskiptalausna sem til eru á markaði í dag. Að auki verður LoRaWAN samskiptaleið opnuð til að prófa ákveðna tengingu og net fyrir borgarlausnir. Gáttin/​netið gæti verið notuð fyrir aðrar tegundir borgarlausna í framtíðinni svosem fyrir lýsingu, bílastæði, umferð, vatn osfrv. Fyrstu niðurstöður tilraunarinnar eru væntanlegar í vetur. Eftir að tilraunin hefur verið framkvæmd verður síðan hægt að samþætta snjalltunnulausnir innan borgarinnar.

Comments are closed.