Festa eru félagasamtök og reka miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.  Félagið er með aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík og aðilar eru um 140 talsins. 

Resource hefur verið meðlimur þar undanfarin ár – enda fara áherslur Festu og Resource vel saman. 

 Hákon Gunnarsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá okkur í Resource er gestapenni marsmánaðar 2021 hjá Festu.

 Hér skrifar hann um verkefni sem Resource hefur stýrt um 2ja ára skeið og snýr að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.   Um er  að ræða samstarf sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum (Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Vogar og Grindavíkurbær) auk Isavia og Kadeco.   Þessi samvinna hefur vakið mikla athygli og er á ákveðinn hátt leiðarljós fyrir Suðurnesin í heild að leggja grunn að hringrásarhagkerfi á svæðinu. 

Grein Hákonar um sjálfbærni á Suðurnesjum