Það eru komnar góðar fréttir af samræmingu úrgangsmerkinga á Íslandi en FENÚR (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) hefur útbúið handbók um samræmdar merkingar fyrir úrgangssöfnun á Íslandi með styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sjá nánar um það á  www.fenur.is.  ReSource International óskar FENÚR til hamingju með þetta framtak. Þá er gaman að segja frá því að Reykjavíkurborg hefur þegar tekið í notkun þessar samræmdu úrgangsmerkingar. Sjá má nánar um það hér.

Þetta kerfi er einfalt og gott og er ætlað að stuðla að betri flokkun og styðja við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. ReSource mun fylgjast með framhaldinu.