ReSource International hefur gengið til liðs við FESTA/CSR Iceland. Festa– miðstöð um samfélagsábyrgð vinnur með fyrirtækjum og samtökum um allt land að því að auka samfélagsábyrgð þeirra. Festa kynnir bestu venjur við innleiðingu stefnu um samfélagsábyrgð, stendur fyrir umræðu um samfélagsábyrgð, kemur á tengslum milli fyrirtækja til að deila og læra hvert af öðru og hvetur menntasamfélagið til að kenna og rannsaka samfélagsábyrgð. Festa var stofnuð árið 2011 af sex fyrirtækjum og samanstendur nú af 80 aðilum úr ýmsum kimum íslensks efnahagslífs, allt frá félagasamtökum til stærri fyrirtækja.

ReSource er einn af nýjustu meðlimum Festu. Með því að ganga til liðs við Festu vill RSI bjóða þjónustu sína fyrirtækjum innan og utan miðstöðvarinnar með því að sjá fyrir skráningu á losun gróðurhúsalofttegunda og veita aðstoð við stefnumótun um samfélagsábyrgð, auk þess að vera virkur aðili í samræðu um samfélagsábyrgð.