Í glæsilegum húsa- og salarkynnum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) rétt hjá Vífilsstöðum í Garðabæ er einhver fullkomnasta aðstaða fyrir kylfinga landsins í svokölluðum golfhermum (golf simulator).  Aðstaðan hjá GKG var endurbætt á síðasta ári og er nú algerlega í heimsklassa. 

Haustið 2019 kom Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG að máli við Resource og spurðist fyrir um hvort fyrirtækið byggi yfir getu til að taka drónamyndir af golfvöllum fyrir Trackman kerfið sem notuð er í golfskálanum hjá GKG. Þau Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, jarðfræðingur og Gilles Kraft, franskur flugvélaverkfræðingur, starfsmenn Resource tóku að sér verkefnið.  Í stuttu máli þá gekk verkefnið ótrúlega vel og er það í fyrsta skipti sem slíkar drónamyndir hafa verið nýttar í gerð golfhermis hér á landi.

Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG: “Við erum afar ánægð með samstarfið við Resource . Flækjustigið var töluvert í ljósi þess að þau hjá Resource þurftu að uppfylla stranga gæðastaðla frá Trackman og skila inn gögnum í verulega hárri upplausn á fyrirfram skilgreindu formi. Þau leystu málið frábærlega og við erum stolt af því að hafa Leirdalinn í okkar golfhermum”   Agnar sagði ennfremur: „ … okkur í GKG vitanlega erum við með stærsta innanhússkerfi Trackman í öllum heiminum“.  Hermarnir hjá klúbbnum eru núna 22. 

Hákon Gunnarsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá Resource og félagi í GKG hitti óvænt Birgi Leif Hafþórsson á æfingu í hermunum hjá GKG.  Birgir Leifur er sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrrum atvinnumaður í golfi. Margir telja hann vera besta kylfing sem Íslendingar hafa eignast. Birgir sagði í samtali við Hákon:  „…. gæðin í grafík og upplifun að spila heimavöllinn í Trackman er frábær, það eru forréttindi að vera félagsmaður í GKG og geta spilað Leirdalinn (heimavöllinn) allan ársins hring.  

Hér má sjá dæmi um um eina af 18 brautum Leirdalsins sem mynduð var af starfsmönnum Resource. Þetta er sú 18. sem liggur heim að hinum stórglæsilega skála GKG. Hermarnir eru alls 22 talsins. 

Hér eru Birgir Leifur og Hákon saman á braut nr. 1 við klúbbhúsið eins og völlurinn blasir við í kerfinu.