Þið getið hlaðið skýrslunni niður af Atburða og Birtingarsíðunni okkar.
 
Norðurorka, Veitur og HS Orka kynntu í dag niðurstöður áralangrar sjálfstæðrar rannsóknar sem framkvæmd var af ReSource International ehf. þar sem örplast var mælt í drykkjarvatni í borholum, dreifikerfi og geymslutönkum fyrirtækjanna.

Örplast greindist í helmingi af mælipunktum dreifikerfisins og í innan við helmingi af borholum og geymslutönkum. Miðgildi þeirra sýna sem tekin voru sýndi um það bil eina ögn af örplasti í hverjum 10 lítrum vatns. Aftur á móti fundust um 50 agnir af örplasti í hverjum tíu lítrum vatns í annarri stórri rannsókn frá 2018 sem  athugaði kranavatn um allan heim og styrkt var af ORB Media.

Jamie McQuilkin,  verkefnastjóri rannsóknarinnar, sagði „Við vitum að örplast  fyrirfinnstnánast alls staðar í nútíma umhverfi, en niðurstöður þessarar rannsóknar benda tilað magn þess sé ekki hátt í íslensku drykkjarvatni.. . Reyndar var aðalvandi í þessari rannsókn að vernda sýnin okkar fyrir mengun vegna agna sem fyrirfinnast í lofti og á yfirborðsflötum. Við eyddum mörgum mánuðum í að þróa aðferðina til að fá þessa vinnu til að vera eins nákvæma og mögulegt er.“

Ein af áskorunum í rannsóknum á örplasti er að mæla og koma í veg fyrir mengun frá andrúmslofti og úr fötum rannsóknarmanna, sem getur verið hundruð sinnum meiri en í sýnunum sjálfum. Þessi rannsókn, ólíkt fyrri rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi, notaði umfangsmiklar mengunarvarnir og viðmiðunarsýni.

Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm á öllum hliðum. Þessi rannsókn mældi allar örplasts agnir stærri en 0,027 mm (27 míkrómetrar). Að auki var flúrljómandi litarefni sem kallast Nílar Rauður (e. Nile Red) notað til að lita plastagnir og þannig greina þær í sundur frá lífrænum ögnum líkt og bómull eða ull.

Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem gefin var út í ágúst 2019, kom fram að þrátt fyrir að núverandi upplýsingar séu takmarkaðar, sérstaklega fyrir mjög smáar örplastagnir, „eru engar vísbendingar sem benda til áhrifa á heilsu manna“ vegna örplasts í drykkjarvatni. Að auki benda tiltæk gögn á að plastinnihald flöskuvatns sé hærra en í kranavatni, líklega að hluta til vegna umbúða þess. Tilmæli þeirra eru þó að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar.

Veitur, HS Orka og Norðurorka munu nú íhuga þörfina á frekara eftirliti.