ReSource framkvæmdi nýlega lekaleit á hitaveitulögn á Suðurlandi fyrir Veitur. Við framkvæmdum verkið með því að nota dróna sem bar hitamyndavél og flugum honum meðfram nokkurra kílómetra langri lögn. Í eftirlitinu fundust nokkrar mögulegar hitauppsprettur á afskekktum svæðum sem sáust ekki með berum augum. Með því að notast við þessa eftirlitstækni má minnka kostnað vegna viðgerða og viðhalds á hitaveitulögnum og koma í veg fyrir vandamál í uppsiglingu.