Við hjá ReSource International erum stolt af skýrslu sem fyrirtækið vann fyrir Umhverfisstofnun að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um greiningu á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi

Stjórnarráðið hefur gefið út frétt um skýrsluna en hún var kynnt á rafrænum kynningarfundi um hátæknibrennslu fyrir úrgang sem Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samstarfsvettvangur sorpsamlaga á suðvesturhorninu héldu 11. janúar sl. Hér er hægt að sjá fundinn: Meðhöndlun úrgangs.  

Á fundinum sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra m.a.: „Mér fannst nauðsynlegt að kalla eftir faglegri úttekt á þeim möguleikum sem okkur standa til boða varðandi brennslu með orkunýtingu, því ljóst er að alltaf verður eitthvað magn úrgangs sem ekki verður hægt að endurnota og endurvinna og þá er betra að brenna það en að urða. Skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um tilhögun sorpbrennslumála á Íslandi til næstu ára og áratuga og nú stendur fyrir dyrum að vinna málin áfram í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Gleymum því samt ekki að auðvitað á mest áhersla að vera á að koma í veg fyrir að hráefni verði að úrgangi, og nauðsynlegt að stórauka endurvinnslu, ekki síst innanlands, í takti við hringrásarhagkerfið.“

Skýrslan hefur verið gerð aðgengileg á vef Stjórnarráðsins, sjá hér:  Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi