Framtíð úrgangs á Íslandi og mat á þörf fyrir sorpbrennslustöðvar

ReSource er þessa dagana að vinna að því að spá fyrir um þróun úrgangs á Íslandi til ársins 2045. Mat á þróun miðast við aukna endurvinnslu og lágmörkun urðunar eins og sett er fram í stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs.
Einblýnt er á magn og samsetningu óendurvinnanlegs úrgangs, sem í dag er urðaður, en gæti lent á milli stafs og hurðar í framtíðinni með markmiðum um lágmörkun urðaðra efna. Í kjölfarið verður gert grein fyrir magni og samsetningu óendurvinnanlegs úrgangs sem hentar í brennslu til orkuframleiðslu, fræðilega orkuframleiðslugetu, hentugar staðsetningar og umhverfisáhrif þeirra.

Comments are closed.