Seint að kvöldi föstudags þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Geldingadal við Fagradalsfjall.

Starfsfólk ReSource International ehfhafði verið  bíða eftir þessu og brunuðu af stað með bílinn pakkaðann af drónumrafhlöðum og gasmælingartækjum GASTRAQ-verkefnisins. Okkur hafði dreymt um    mæla gasmengun frá eldfjalli í nokkur ár og loksins kom tækifærið. Við fórum með Veðurstofu Íslands, strax að kvöldi fyrsta gosdagsins og stilltum okkur upp um 700 m frá gígnum. Flogið var í allt  100 metra hæð í gegnum reykmökk gossins og náðum ótrúlegum gögnum varðandi styrk SO2H2og CO2.

Þvílík upplifun! 

Mælingarnar sýndu allt að 50 ppm brennisteinsoxíð (SO2)

Vissir þú að:

Eðlilegur styrkur brennisteinsoxíðs í andúrmsloftinu er á bilinu 0-1 ppm?

Brennisteinsoxíð er ósýnilegt en lyktar eins og egg?

Brennisteinsoxíð fer inn í líkamann um lungu og fer úr líkamanum með þvagi?

Skammtímaáhrif innöndunar af brennisteinsoxíði yfir 100 ppm getur verið lífshættuleg fyrir manneskjur?

Brennisteinsoxíð getur hvarfast við vatn og myndar brennisteinssýru H2S, en brennisteissýra er það sem ertir augu, nef og lungu og fellur aftur til jarðar sem súrt regn?

Það er ekki einfalt að mæla það hvort manneskja hafi orðið fyrir SO2mengun, hvorki með þvagprufu, blóðprufu né skoðun á lungum?

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir SO2mengun þá mælum við með að þú talir við lækni.

Farið varlega og góða skemmtun! 😊

Fulltrúar ReSource á fyrsta degi eldgossins í Geldingardal: Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir jarðfræðingur, Jamie Valleau McQuilkin umhverfisfræðingur og Daníel Eldjárn Vilhjálmsson verkfræðingur