Fréttir

22
okt

Snjalltunnuverkefni í Sviss

ReSource hefur sett upp fyrsta tilraunaverkefnið í Sviss fyrir snjalltunnur. Sérstakar þakkir fær bæjarfélagið Thônex í Sviss þar sem við erum að setja upp lausnina. Þá hefur fyrirtækið Sensoneo komið að snjalllausninni ásamt Group SERBECO.
Markmið verkefnisins er að koma þessum lausnum á framfæri víðar um Sviss og stuðla þannig að betra skipulagi hvað varðar sorphirðu í landinu þannig að gagnist almenningi, sveitarfélögum, sorphirðufólki, landsbyggðinni og umhverfi okkar.

11
sep

Við þökkum umhverfisráðherra stuðning við tilraunaverkefni

ReSource International ehf. tekur þátt í tilraunaverkefni ásamt Skaftárhreppi og Háskóla Íslands þar sem prófaðar eru lausnir í sorphirðu. Með mismunandi tegundum sorphirðu er rannsakað hvernig þær virkja notendur til endurvinnslu og stuðla að jákvæðri upplifun notenda.
Við erum stolt og auðmjúk yfir áhuga og stuðningi umhverfisráðherra á þessu verkefni en samningur þess efnis var undirritaður af umhverfisráðherra og oddvita Skaftárhrepps fyrr í vikunni.

Skoðið hér frétt umhverfisráðuneytisins 

19
ágú

Góður dagur til að fljúga!

Það er fallegur dagur í Svíþjóð þriðjudaginn 9. júní 2020 en þar er ReSource er með skrifstofu. Það er 25 stiga hiti og fullur bátur af áhugasömum sjálfboðaliðum í þann mund að leggja af stað frá höfninni í Slite, Gotlandi. Ferðinni er heitið að eyjunni Enholmen “eyjan innan eyjunnar” sem er um 700 metrum frá skrifstofunni okkar sem staðsett er í viðskiptahverfi Utveckling.
Allt er klárt og allir tilbúnir í ævintýri!

Sólargeislarnir eru mjög sterkir og flugmaðurinn okkar hefur meira að segja sólbrunnið. Eitthvað sem gott er að muna í framtíðinni fyrir áhættumat við flugundirbúning.
En ævintýramaðurinn er tilbúinn að uppgötva eyjuna Enholmen. Fljúgðu yfir þrívíddarlíkan af Enholmen

Já! Þú hefur það, það er okkar glænýi Matrice 200 RTK 2.0! Tilbúinn fyrir myndatökur. Flugið var framkvæmt að beiðni Slite Utveckling AB í tilefni af því að fyrsta ferð þeirra á tímabilinu var til Enholmen. ReSource framleiddi ekki aðeins stafrænt kort af eyjunni heldur fékk kvikmyndagerðarmaðurinn gott efni fyrir auglýsingamyndefnið. Kíktu og sjáðu!
Möguleikarnir eru í drónum, líka á krepputímum.

3
jún

Fráveitu- og drykkjarvatnsmælingar

Við hjá ReSource erum ötul við umhverfismælingar og sýnatökur. Þar á meðal eru fráveitu- og drykkjarvatnsmælingar þar sem sýnin eru greind á okkar vel útbúnu rannsóknarstofu.

29
maí

Útblástursmæling urðunarstaða

ReSource tók þátt í verkefni á Gotlandi í Svíþjóð þar sem fjórar útblástursmælingaraðferðir voru prófaðar á sömu urðunarstöðunum með þekktum útblæstri. Markmið verkefnisins var að bera saman kosti og galla þessara fjögurra útblástursmælingaraðferða og skera úr um bestu og nákvæmustu aðferð til að meta útblástur urðunar. ReSource tók þátt með mæli sem mælir gróðurhúsalofttegundir sem var festur á drónann Matrice 600 UAV. UAV aðferðin gaf sambærilegar niðurstöður og hin margsannaða gasmælingaraðferð þróuð af danska tækniháskólanum (sjá link hér að neðan). Einnig virðist niðustöður UAV aðferðarinnar vera heldur nákvæmari en hin staðlaða “flux chamber” mælingaraðferð. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar er í vinnslu og verður gefin út í fræðiriti.

Verkefnið var samvinnuverkefni með Force Technology, Tækniháskólanum í Danmörku (DTU), Háskólanum í Lundi, Sweco AB, Avfall Sverige, sveitarfélaginu Gotland, Northern Sky Research (NSR) og Hässleholm Miljö AB.

Hægt er að lesa meira um verkefnið inná linknum hér:
https://​www​.avfallsverige​.se/​k​u​n​s​k​a​p​s​b​a​n​k​e​n​/​r​a​p​p​o​r​t​e​r​/​r​a​p​p​o​r​t​e​r​a​/​a​r​t​i​c​l​e​/​y​t​e​m​i​s​s​i​o​n​e​r​-​a​v​-​d​e​p​o​n​i​g​as/

15
maí

Plastmulningur til betri vega

Plastendurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hefur tekist að kurla blandað óendurvinnanlegt plast af höfuðborgarsvæðinu sem ætlunin er að uppvinna í tilraunaveg.
Þetta er stórt skref í rétta átt, ýtir undir möguleikann á að endurvinna blandað óendurvinnanlegt plast á Íslandi og ná markmiðum um endurvinnslu plasts.

22
apr

Framtíð úrgangs á Íslandi og mat á þörf fyrir sorpbrennslustöðvar

ReSource er þessa dagana að vinna að því að spá fyrir um þróun úrgangs á Íslandi til ársins 2045. Mat á þróun miðast við aukna endurvinnslu og lágmörkun urðunar eins og sett er fram í stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs.
Einblýnt er á magn og samsetningu óendurvinnanlegs úrgangs, sem í dag er urðaður, en gæti lent á milli stafs og hurðar í framtíðinni með markmiðum um lágmörkun urðaðra efna. Í kjölfarið verður gert grein fyrir magni og samsetningu óendurvinnanlegs úrgangs sem hentar í brennslu til orkuframleiðslu, fræðilega orkuframleiðslugetu, hentugar staðsetningar og umhverfisáhrif þeirra.

7
apr

Endurunnið malbik á Íslandi

Undanfarið hefur ReSource International ehf. verið að skoða malbiksúrgang sem fellur til á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun féllu til rúmlega 42 þúsund tonn af malbiksúrgangi árið 2018 sem jafngildir um 116 tonnum á dag á hverjum degi í eitt ár.

Það eru mikil verðmæti fólgin í endurnotkun. Malbik er samsett úr hágæða steinefnum og bitumen (bindiefni) sem má endurvinna margsinnis. Þó kemur í ljós að ennþá er malbiksúrgangur ekki fullnýttur á Íslandi.

Vistferilsgreining var framkvæmd þar sem bornar voru saman niðurstöður fjögurra sviðsmynda um farveg malbiksúrgangs: endurnotað í bundið slitlag, endurunnið í burðarlag, endurnýtt í landfyllingu eða fargað á urðunarstað. Niðurstöður samanburðarins voru þær að umhverfisvænast er að endurnota malbiksúrgang í bundin slitlög, sem gefa af sér umhverfissparnað í öllum 14 áhrifaflokkum vistferilsgreiningarmódelsins. Óumhverfisvænast í samanburðinum er að farga malbiksúrgangi á urðunarstað.

Gríðalegur umhverfislegur og efnahagslegur sparnaður hlytist ef malbiksúrgangur væri endurunninn í meira magni á Íslandi.

6
feb

Sorphirða í Skaftárhreppi

Skaftárhreppur mun á þessu ári taka þátt í tilraunaverkefni um breytta sorphirðu í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og ReSource International ehf.

Tilgangur verkefnisins er að gefa heildarsýn á hvaða úrgangsstjórnunnarlausnir eru best til þess fallnar að koma til móts við lög og stefnur stjórnvalda sem og íbúa sveitafélaga.

Þessi aukna þekking er talin vera nauðsynleg til þess að koma til móts við stefnur Umhverfisráðuneytisins og mótar líkan að sorphirðulausnum fyrir landið allt.

Tilraunaverkefnið var kynnt á íbúafundi í Skaftárhreppi í síðustu viku þar sem tekið var vel á móti okkur, vel mætt og fólk áhugasamt um næstu skref tilraunaverkefnsins.

21
jan

Lítið magn af örplasti í íslensku drykkjarvatni

Þið getið hlaðið skýrslunni niður af Atburða og Birtingarsíðunni okkar.
Norðurorka, Veitur og HS Orka kynntu í dag niðurstöður áralangrar sjálfstæðrar rannsóknar sem framkvæmd var af ReSource International ehf. þar sem örplast var mælt í drykkjarvatni í borholum, dreifikerfi og geymslutönkum fyrirtækjanna.

Örplast greindist í helmingi af mælipunktum dreifikerfisins og í innan við helmingi af borholum og geymslutönkum. Miðgildi þeirra sýna sem tekin voru sýndi um það bil eina ögn af örplasti í hverjum 10 lítrum vatns. Aftur á móti fundust um 50 agnir af örplasti í hverjum tíu lítrum vatns í annarri stórri rannsókn frá 2018 sem athugaði kranavatn um allan heim og styrkt var af ORB Media.

Jamie McQuilkin, verkefnastjóri rannsóknarinnar, sagði „Við vitum að örplast fyrirfinnstnánast alls staðar í nútíma umhverfi, en niðurstöður þessarar rannsóknar benda tilað magn þess sé ekki hátt í íslensku drykkjarvatni.. . Reyndar var aðalvandi í þessari rannsókn að vernda sýnin okkar fyrir mengun vegna agna sem fyrirfinnast í lofti og á yfirborðsflötum. Við eyddum mörgum mánuðum í að þróa aðferðina til að fá þessa vinnu til að vera eins nákvæma og mögulegt er.“

Ein af áskorunum í rannsóknum á örplasti er að mæla og koma í veg fyrir mengun frá andrúmslofti og úr fötum rannsóknarmanna, sem getur verið hundruð sinnum meiri en í sýnunum sjálfum. Þessi rannsókn, ólíkt fyrri rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi, notaði umfangsmiklar mengunarvarnir og viðmiðunarsýni.

Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm á öllum hliðum. Þessi rannsókn mældi allar örplasts agnir stærri en 0,027 mm (27 míkrómetrar). Að auki var flúrljómandi litarefni sem kallast Nílar Rauður (e. Nile Red) notað til að lita plastagnir og þannig greina þær í sundur frá lífrænum ögnum líkt og bómull eða ull.

Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem gefin var út í ágúst 2019, kom fram að þrátt fyrir að núverandi upplýsingar séu takmarkaðar, sérstaklega fyrir mjög smáar örplastagnir, „eru engar vísbendingar sem benda til áhrifa á heilsu manna“ vegna örplasts í drykkjarvatni. Að auki benda tiltæk gögn á að plastinnihald flöskuvatns sé hærra en í kranavatni, líklega að hluta til vegna umbúða þess. Tilmæli þeirra eru þó að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar.

Veitur, HS Orka og Norðurorka munu nú íhuga þörfina á frekara eftirliti.