Fréttir

20
jan

Útvarpsviðtal – Sorpbrennsla á Íslandi

Forstjóri ReSource, Karl Eðvaldsson var í viðtali í útvarpsþættinum Samfélaginu á Rás 1 þriðjudaginn 19. janúar sl. þar sem rætt var um sorpbrennslu á Íslandi. Tilefnið var skýrsla sem ReSource vann fyrir Umhverfisstofnun að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um þörfina á sorpbrennslu á Íslandi. Áhugavert viðtal sem má hlusta á hérna: Samfélagið – sorpbrennsla á Íslandi

Einnig er hægt að skoða skýrsluna á vef Stjórnarráðssins: Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi 

15
jan

Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi

Við hjá ReSource International erum stolt af skýrslu sem fyrirtækið vann fyrir Umhverfisstofnun að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um greiningu á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi

Stjórnarráðið hefur gefið út frétt um skýrsluna en hún var kynnt á rafrænum kynningarfundi um hátæknibrennslu fyrir úrgang sem Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samstarfsvettvangur sorpsamlaga á suðvesturhorninu héldu 11. janúar sl. Hér er hægt að sjá fundinn: Meðhöndlun úrgangs

Á fundinum sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra m.a.: „Mér fannst nauðsynlegt að kalla eftir faglegri úttekt á þeim möguleikum sem okkur standa til boða varðandi brennslu með orkunýtingu, því ljóst er að alltaf verður eitthvað magn úrgangs sem ekki verður hægt að endurnota og endurvinna og þá er betra að brenna það en að urða. Skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um tilhögun sorpbrennslumála á Íslandi til næstu ára og áratuga og nú stendur fyrir dyrum að vinna málin áfram í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Gleymum því samt ekki að auðvitað á mest áhersla að vera á að koma í veg fyrir að hráefni verði að úrgangi, og nauðsynlegt að stórauka endurvinnslu, ekki síst innanlands, í takti við hringrásarhagkerfið.“

Skýrslan hefur verið gerð aðgengileg á vef Stjórnarráðsins, sjá hér: Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi 

5
jan

Do you want to develop a solution for a sustainable future?

ReSource is looking for a positive and open-​minded individual that can take part in the development of our platforms that are used to deliver data to our customers. The individual that ReSource is looking for should be willing to work both in teams and independently.

The environmental data we deliver to clients is complex and comes at an ever increasing frequency, particularly so in the waste and recycling industry. We are looking for a person who can drive development of ReSource’s data delivery and analysis platforms, which clients will use to make waste management more efficient and reduce greenhouse gas emissions.

Key responsibilities

– Be part of our team that designs, builds and maintains our platforms

– Work with engineers and specialists across the company on integrating different types of data streams and geospatial data

– Collaborate with our customers in understanding their needs

– Improve our internal engineering and software standards, tools, and processes

– Be willing to take the lead in decision making

Key skills and experience

– Programming experience in Python and JavaScript

– JavaScript frontend frameworks, e.g. React

– Python backend web frameworks, e.g. Flask

– Building relational databases (SQL/​Postgres)

– English proficiency

– Being proactive and take the initiative

Nice to have but not necessary

– Working with geodata and spatial databases (Qgis, Postgis)

– Experience with cloud platforms (e.g. AWS, Heroku)

– Experience with Mapbox for displaying geodata

– Interest in remote sensing and drone and satellite imaging and data

– Knowledge in C++ and embedded systems development

About Resource

ReSource International is a company specialized in environmental consulting and services. We have developed over the past years a strong knowledge on waste management and operation of landfill sites. We are aiming at providing services with an innovative approach and develop new concepts in the field. The company is in continuous growth and now is expanding with activities outside Iceland with office in Sweden and Switzerland. Our team members are passionate about environmental topics and are driven by meaningful projects to develop a sustainable society.


Apply for job

Information for applicantsWe encourage the candidate interested in learning more to contact us at the email address job@​resource.​is Please send us an email/​letter of motivation along with your CV or Linkedin or other support material (portfolio, links, etc.). The application deadline is till the 8th of January 2021.

11
des

Samræming úrgangsmerkinga á Íslandi

Það eru komnar góðar fréttir af samræmingu úrgangsmerkinga á Íslandi en FENÚR (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) hefur útbúið handbók um samræmdar merkingar fyrir úrgangssöfnun á Íslandi með styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sjá nánar um það á www​.fenur​.is. ReSource International óskar FENÚR til hamingju með þetta framtak. Þá er gaman að segja frá því að Reykjavíkurborg hefur þegar tekið í notkun þessar samræmdu úrgangsmerkingar. Sjá má nánar um það hér.

Þetta kerfi er einfalt og gott og er ætlað að stuðla að betri flokkun og styðja við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. ReSource mun fylgjast með framhaldinu.

1
des

GASTRAQ – Gas rakning og mæling

Í ágúst 2020 fékk ReSource International úthlutað styrk frá Tækniþróunarsjóði (www​.rannis​.is) til tveggja ára í þeim tilgangi að halda áfram með þróun á GASTRAQ, tækni til að framkvæma nákvæma greiningu á magni og kortleggja losun gróðurhúsalofttegunda.

Það að mæla losun gróðurhúsalofttegunda eins og metans (CH4) og CO2 er flókið og erfitt verkefni í þeim tilvikum þar sem uppspretta þessara loftegunda er ekki bundin við ákveðna uppsprettu, svosem útblásturskerfi á bifreið eða skorstein. Það þarf að mæla á hárnákvæman máta styrk gass og vindhraða í þrívíðu rúmi og hingað til hefur þetta verið óleyst vandamál í heimi umhverfisvísinda og lekaleitar.

ReSource hefur þróað tækni með ómönnuð loftför (dróna) til að mæla þessar gastegundir. í stuttu máli þá er flogið með mjög nákvæman og háþróaðan gasskynjara og vindmæli til að mæla þessa losun. Resource hefur einnig þróað líkan til þess að ákvarða staðsetningu útblástursins á korti. Fleiri upplýsingar um mælingarnar má finna hér

Við þökkum RANNÍS, Rannsóknamiðstöð Íslands, fyrir að viðurkenna þetta verkefni og gefa því tækifæri til að þróast frá þróunarverkefni og í endanlega vöru.

22
okt

Snjalltunnuverkefni í Sviss

ReSource hefur sett upp fyrsta tilraunaverkefnið í Sviss fyrir snjalltunnur. Sérstakar þakkir fær bæjarfélagið Thônex í Sviss þar sem við erum að setja upp lausnina. Þá hefur fyrirtækið Sensoneo komið að snjalllausninni ásamt Group SERBECO.
Markmið verkefnisins er að koma þessum lausnum á framfæri víðar um Sviss og stuðla þannig að betra skipulagi hvað varðar sorphirðu í landinu þannig að gagnist almenningi, sveitarfélögum, sorphirðufólki, landsbyggðinni og umhverfi okkar.

11
sep

Við þökkum umhverfisráðherra stuðning við tilraunaverkefni

ReSource International ehf. tekur þátt í tilraunaverkefni ásamt Skaftárhreppi og Háskóla Íslands þar sem prófaðar eru lausnir í sorphirðu. Með mismunandi tegundum sorphirðu er rannsakað hvernig þær virkja notendur til endurvinnslu og stuðla að jákvæðri upplifun notenda.
Við erum stolt og auðmjúk yfir áhuga og stuðningi umhverfisráðherra á þessu verkefni en samningur þess efnis var undirritaður af umhverfisráðherra og oddvita Skaftárhrepps fyrr í vikunni.

Skoðið hér frétt umhverfisráðuneytisins 

19
ágú

Góður dagur til að fljúga!

Það er fallegur dagur í Svíþjóð þriðjudaginn 9. júní 2020 en þar er ReSource er með skrifstofu. Það er 25 stiga hiti og fullur bátur af áhugasömum sjálfboðaliðum í þann mund að leggja af stað frá höfninni í Slite, Gotlandi. Ferðinni er heitið að eyjunni Enholmen “eyjan innan eyjunnar” sem er um 700 metrum frá skrifstofunni okkar sem staðsett er í viðskiptahverfi Utveckling.
Allt er klárt og allir tilbúnir í ævintýri!

Sólargeislarnir eru mjög sterkir og flugmaðurinn okkar hefur meira að segja sólbrunnið. Eitthvað sem gott er að muna í framtíðinni fyrir áhættumat við flugundirbúning.
En ævintýramaðurinn er tilbúinn að uppgötva eyjuna Enholmen. Fljúgðu yfir þrívíddarlíkan af Enholmen

Já! Þú hefur það, það er okkar glænýi Matrice 200 RTK 2.0! Tilbúinn fyrir myndatökur. Flugið var framkvæmt að beiðni Slite Utveckling AB í tilefni af því að fyrsta ferð þeirra á tímabilinu var til Enholmen. ReSource framleiddi ekki aðeins stafrænt kort af eyjunni heldur fékk kvikmyndagerðarmaðurinn gott efni fyrir auglýsingamyndefnið. Kíktu og sjáðu!
Möguleikarnir eru í drónum, líka á krepputímum.

3
jún

Fráveitu- og drykkjarvatnsmælingar

Við hjá ReSource erum ötul við umhverfismælingar og sýnatökur. Þar á meðal eru fráveitu- og drykkjarvatnsmælingar þar sem sýnin eru greind á okkar vel útbúnu rannsóknarstofu.

29
maí

Útblástursmæling urðunarstaða

ReSource tók þátt í verkefni á Gotlandi í Svíþjóð þar sem fjórar útblástursmælingaraðferðir voru prófaðar á sömu urðunarstöðunum með þekktum útblæstri. Markmið verkefnisins var að bera saman kosti og galla þessara fjögurra útblástursmælingaraðferða og skera úr um bestu og nákvæmustu aðferð til að meta útblástur urðunar. ReSource tók þátt með mæli sem mælir gróðurhúsalofttegundir sem var festur á drónann Matrice 600 UAV. UAV aðferðin gaf sambærilegar niðurstöður og hin margsannaða gasmælingaraðferð þróuð af danska tækniháskólanum (sjá link hér að neðan). Einnig virðist niðustöður UAV aðferðarinnar vera heldur nákvæmari en hin staðlaða “flux chamber” mælingaraðferð. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar er í vinnslu og verður gefin út í fræðiriti.

Verkefnið var samvinnuverkefni með Force Technology, Tækniháskólanum í Danmörku (DTU), Háskólanum í Lundi, Sweco AB, Avfall Sverige, sveitarfélaginu Gotland, Northern Sky Research (NSR) og Hässleholm Miljö AB.

Hægt er að lesa meira um verkefnið inná linknum hér:
https://​www​.avfallsverige​.se/​k​u​n​s​k​a​p​s​b​a​n​k​e​n​/​r​a​p​p​o​r​t​e​r​/​r​a​p​p​o​r​t​e​r​a​/​a​r​t​i​c​l​e​/​y​t​e​m​i​s​s​i​o​n​e​r​-​a​v​-​d​e​p​o​n​i​g​as/