29
maí

Útblástursmæling urðunarstaða

ReSource tók þátt í verkefni á Gotlandi í Svíþjóð þar sem fjórar útblástursmælingaraðferðir voru prófaðar á sömu urðunarstöðunum með þekktum útblæstri. Markmið verkefnisins var að bera saman kosti og galla þessara fjögurra útblástursmælingaraðferða og skera úr um bestu og nákvæmustu aðferð til að meta útblástur urðunar. ReSource tók þátt með mæli sem mælir gróðurhúsalofttegundir sem var festur á drónann Matrice 600 UAV. UAV aðferðin gaf sambærilegar niðurstöður og hin margsannaða gasmælingaraðferð þróuð af danska tækniháskólanum (sjá link hér að neðan). Einnig virðist niðustöður UAV aðferðarinnar vera heldur nákvæmari en hin staðlaða “flux chamber” mælingaraðferð. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar er í vinnslu og verður gefin út í fræðiriti.

Verkefnið var samvinnuverkefni með Force Technology, Tækniháskólanum í Danmörku (DTU), Háskólanum í Lundi, Sweco AB, Avfall Sverige, sveitarfélaginu Gotland, Northern Sky Research (NSR) og Hässleholm Miljö AB.

Hægt er að lesa meira um verkefnið inná linknum hér:
https://​www​.avfallsverige​.se/​k​u​n​s​k​a​p​s​b​a​n​k​e​n​/​r​a​p​p​o​r​t​e​r​/​r​a​p​p​o​r​t​e​r​a​/​a​r​t​i​c​l​e​/​y​t​e​m​i​s​s​i​o​n​e​r​-​a​v​-​d​e​p​o​n​i​g​as/

15
maí

Plastmulningur til betri vega

Plastendurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hefur tekist að kurla blandað óendurvinnanlegt plast af höfuðborgarsvæðinu sem ætlunin er að uppvinna í tilraunaveg.
Þetta er stórt skref í rétta átt, ýtir undir möguleikann á að endurvinna blandað óendurvinnanlegt plast á Íslandi og ná markmiðum um endurvinnslu plasts.