30
apr

Úrgangsfjölliður í malbiki

ReSource International ehf. hefur unnið hart að tilraunum á malbiki með endurunnum plastúrgangi. Þetta verkefni hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og niðurstöðurnar eru sláandi góðar.

Markmið rannsóknarinnar var að finna nýstárlegar lausnir til stykingar á bundnu slitlagi með notkun á úrgangsplasti. Með þessu móti er hægt að finna malbikslausn sem notast við úrgangs auðlindir sem styður við umhverfislegan- og efnahagslegan sparnað.

Helstu niðurstöður tilraunanna: 28 malbiksblöndur voru prófaðar, 4 sýni fyrir hverja malbiksblöndu. Prófin sem framkvæmd voru; Marshall festa og sig, rúmþyngdarmæling og holrýmdarmæling.

Þessar niðurstöður gefa til kynna að það þarf allt að tvöfalt álag til þess að brjóta malbik með úrgangsfjölliðum. Loks voru framkvæmd hjólfarapróf sem sýna tilhneigingu malbiks til þess að þróa hjólför.

Niðurstöður hjólfaraprófanna gefa til kynna að viðbót úrgangsfjölliða í malbik dragi verulega úr hjólfaramyndun. Malbik með úrgangsfjölliðum hefur slegið met, með minnsta hjólfar sem sést hefur í NMÍ síðastliðin a.m.k. 10 árin.

Næstu skref: Næstu skref verkefnisins er að gera nagladekkjapróf og örplastprófanir á svifryki. Þegar því er lokið verður lagður tilraunavegur þar sem fylgst veðrur með frammistöðu vegkaflans í raunaðstæðum.

Við hjá ReSource erum spennt að vinna að framhaldi verkefnisins og hlökkum til að sjá hvernig þetta hefur áhrif á endurvinnslu plastúrgangs á Íslandi.