10
jan

Perlan

Hér má sjá nokkrar myndir sem RSI tók nýlega af Perlunni. Hún þjónar mörgum tilgangi sem safn, kaffihús, útsýnispallur og síðast en ekki síst forðatankar fyrir heitt vatn. Við sólsetur einn dag í desember framkvæmdum við eftirlitsflug með hitamyndavél til að skoða virkni einangrunar á tönkunum. Vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll var nauðsynlegt að afla nauðsynlegra leyfa fyrir þetta eftirlitsflug. Töff myndir ekki satt?