24
nóv

Þrívíddarprentun og hringrásarhagkerfið

RSI birti frétt fyrir stuttu um nytsemi þrívíddarprentunar í nýsköpun og hönnun. Þar var tekið dæmi um fyrsta flugvélardrónann sem var að fullu þrívíddarprentaður á skrifstofu fyrirtækisins og var flogið með góðum árangri. Vikan sem nú er að líða ber heitið evrópska nýtnivikan og langar okkur að deila með ykkur tveimur dæmum um bætta nýtingu með tilstuðlan þrívíddarprentunar.

Tveir starfsmenn RSI tóku sig til og bjuggu til íhluti í leikföng sem höfðu orðið fyrir skemmdum og gerðu þau nothæf enn á ný. Leikföng eru oft úr plasti og hlutir úr þeim eiga það til að týnast eða brotna sem oft gerir leikföngin ónothæf. Nú er hægt að gera við svona leikföng á einfaldan og fljótan máta.

Hefur þú dæmi um leikföng heima sem sitja og safna ryki vegna þess að einn hlutur brotnaði? Endilega segðu okkur frá hlutum sem þú heldur að væri hægt að laga en þig vantar bara þetta eina stykki.

9
nóv

Verkefni Global Compact aðgengileg fyrir íslensk fyrirtæki og sveitafélög

Global Compact er alþjóðleg yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er miðuð að fyrirtækjum og sveitafélögum. Sameinuðu þjóðirnar skora á stjórnendur fyrirtækja og stjórnvöld til þess að leggjast á eitt til að ná Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. Við hjá RSI veitum ráðgjöf varðandi innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

UN Global compact hefur verið að byggja upp vægi sitt á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Hafðu endilega samband við RSI ef þú hefur áhuga á Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og villt vita hvernig á að heimfæra stefnuna.

Við viljum einnig vekja athygli á mikilvægumviðburði á vegum Festu  sem vekurathygli á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Viðburðurinn verður haldinn ínæstu viku, þann 24. október kl 8.30 – 10:00 á Grand Hótel í Sigtúni 38. Frekariupplýsingar má finna á vefsíðu FESTA.

Frekari upplýsingar um UN Global Compact má finna á vefsíðunni: www​.unglobalcompact​.org.