3
maí

Gasgerðarmælir fyrir smærri gerjunarferli – opin hönnun

Metangerðarpróf eru í dag mest notaða aðferðin við að meta möguleika á metangasmyndun úr mismunandi lífrænum hráefnum. Þau eru oftast framkvæmd með dýrum búnaði svo sem þrýstingsmælum eða sjálvirkum gasflæðimælum. Til þess að draga úr kostnaði og auka áreiðanleika prófanna er nauðsynlegt að útvega rannsóknaraðilum búnað á lægra verði án þess að draga úr gæðum mælinganna.

Umhverfisverkfræði- og ráðgjafarstofan ReSource International, staðsett í Kópavogi, hefur þróað tæknibúnað byggðan á margnotaðri aðferð til rúmmálsmælinga þ.e. tilfærsla vatns. Búnaðurinn ber nafnið #Bioklik og er hönnun hans öllum aðgengileg. Arduino stýritölvan er notuð til að keyra einfaldan hugbúnað sem skráir gasmyndun frá metangerðarferlum sjálfvirkt. #Bioklik búnaðurinn getur einnig verið notaður til að mæla aðra gasmyndun fyrir smærri gerjunarferli, til að mynda bruggun.

Hönnunin og önnur gögn verða gerð aðgengileg á heimasíðu á næstu misserum í anda frjálsu hugbúnaðarhreyfingarinnar.

Ert þú áhugasöm/​samur?

Við viljum gjarnan fá að heyra frá fólki hvað því finnst til að hjálpa okkur að meta möguleika verkefnisins. Einnig getum við séð um póstlagningu á samsettum búnaði.