Þann 18. september síðastliðinn tilkynntu Evrópusambandið og Bandaríkin að þau hefðu náð samkomulagi um alþjóðlegt framtaksverkefni sem miðar að því að draga úr losun metans á heimsvísu. Verkefninu, sem ber heitið Global Methane Pledge (GMP) var formlega hleypt af stokkunum á COP26 í Glasgow núna í nóvember.

Þær þjóðir sem taka þátt í GMP heita því að vera búnar að minnka metanútblástur um 30% árið 2030 miðað við það sem hann var árið 2020. Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin og ber ábyrgð á rúmum þriðjungi þeirra gróðurhúsaáhrifa sem koma af mannavöldum.

ReSource hefur verið að þróa nýjar lausnir í mælingu og magngreiningu á metan undanfarin ár og bjóðum við núna upp á þessar lausnir undir vörumerkinu GASTRAQ. Það gleður okkur að þjóðir heimsins hafa sett minnkun losunar á metani í forgang og teljum við að til þess að geta tekist betur á við vandamálið þurfum við að geta mælt það.

Frekari upplýsingar um GMP er að finna hér: https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/STATEMENT_21_5766