Í ágúst 2020 fékk ReSource International úthlutað styrk frá Tækniþróunarsjóði (www.rannis.is) til tveggja ára í þeim tilgangi að halda áfram með þróun á GASTRAQ, tækni til að framkvæma nákvæma greiningu á magni og kortleggja losun gróðurhúsalofttegunda.

Það að mæla losun gróðurhúsalofttegunda eins og metans (CH4) og CO2 er flókið og erfitt verkefni í þeim tilvikum þar sem uppspretta þessara loftegunda er ekki bundin við ákveðna uppsprettu, svosem útblásturskerfi á bifreið eða skorstein. Það þarf að mæla á hárnákvæman máta styrk gass og vindhraða í þrívíðu rúmi og hingað til hefur þetta verið óleyst vandamál í heimi umhverfisvísinda og lekaleitar.

ReSource hefur þróað tækni með ómönnuð loftför (dróna) til að mæla þessar gastegundir. í stuttu máli þá er flogið með mjög nákvæman og háþróaðan gasskynjara og vindmæli til að mæla þessa losun. Resource hefur einnig þróað líkan til þess að ákvarða staðsetningu útblástursins á korti. Fleiri upplýsingar um mælingarnar má finna hér

Við þökkum RANNÍS, Rannsóknamiðstöð Íslands, fyrir að viðurkenna þetta verkefni og gefa því tækifæri til að þróast frá þróunarverkefni og í endanlega vöru.