Þátttaka almennings í lykilhlutverki þéttingu svifryksmælanets
Haldin var vinnustofa í tengslum við rannsóknarverkefnið Þátttaka almennings í vöktun á svifryki sem unnið var af ReSource International og styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Tilgangurinn var að kynna einfalda loftgæðamæla fyrir þátttakendur og leiðbeina þeim við uppsetningu og notkun á mælunum. Vinnustofan var haldin í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og var hún vel sótt af sérfræðingum í loftgæðamælingum. Umsjón var í höndum umhverfisráðgjafanna Marteins Möllers og Hafliða Eiríks [...]