Fréttir2021-09-13T19:19:00+00:00

Kortlagning metanlosunar á yfirborði urðunarstaða

Á urðunarstað í Gävle hjálpuðum við PreZero að greina styrk metans við yfirborð urðunarstaðarins. Tæknimaður okkar gekk samtals 5,5 km eftir yfirborði urðunarstaðarins og safnaði 26.331 mælipunktum sem nýtast við að búa til líkan af losun svæðisins. Þó svo að dróninn komi sér vel í svona mælingar getur einnig verið hentugt að nýta mannfólkið.  Við hjá ReSource framkvæmdum mismunandi mælingar á yfirborði urðunarstaðarins til að sýna hve mikil eða lítil losunin er. Þessar upplýsingar eru dýrmætar [...]

By |25. 11. 2021.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kortlagning metanlosunar á yfirborði urðunarstaða

GASTRAQ styður við baráttuna gegn metan útblæstri

Þann 18. september síðastliðinn tilkynntu Evrópusambandið og Bandaríkin að þau hefðu náð samkomulagi um alþjóðlegt framtaksverkefni sem miðar að því að draga úr losun metans á heimsvísu. Verkefninu, sem ber heitið Global Methane Pledge (GMP) var formlega hleypt af stokkunum á COP26 í Glasgow núna í nóvember. Þær þjóðir sem taka þátt í GMP heita því að vera búnar að minnka metanútblástur um 30% árið 2030 miðað við það sem [...]

By |19. 11. 2021.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við GASTRAQ styður við baráttuna gegn metan útblæstri

Endurheimt náttúrulegra svæða við Andakílsá

ON í samstarfi við Veiðifélag Andakílsár og landeigendur í Efri-Hreppi hafa unnið að gerð sjálfbærra bakkavarna í Andakílsá með aðstoð sérfræðings frá Resource. Um nýtt verklag er að ræða þar sem unnið er með blöndu af trjábolum með rótarkerfi, grjóti og möl til þess að búa til náttúrulegri og sveigjanlegri bakkavarnir heldur en hefðbundnar grjótvarnir. Bakkinn er endurmótaður 5-7 metra inn frá árbakkanum, trjábolum og grjóti komið fyrir eftir ákveðnu [...]

By |21. 10. 2021.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Endurheimt náttúrulegra svæða við Andakílsá

Umhverfisráðgjafi óskast

Vegna aukinna umsvifa óskar ReSource International ehf. eftir því að ráða kraftmikinn og drífandi einstakling í starf á sviði umhverfisráðgjafar. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, því leitum við að einstaklingi sem opinn er fyrir nýjungum og ögrandi verkefnum á sviði umhverfismála. ReSource International ehf. sérhæfir sig í umhverfisverkfræði, þ.e. umhverfisráðgjöf, verkfræðiþjónustu, sýnatökum, umhverfismælingum, umsjón með umhverfistæknikerfum og veitum. Þar að auki, vinnur ReSource að rannsóknar- og þróunarverkefnum í umhverfismálum. [...]

By |06. 10. 2021.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Umhverfisráðgjafi óskast

Nýja stafræna lausnin okkar fyrir umsjón urðunarstaða eLandfill hefur fengið “Solar Impulse Efficient Solution” vottunina

Þann 21. september sl. fékk eLandfill kerfið okkar hið eftirsótta Efficient Solution merki frá Solar Impulse stofnuninni. Efficient Solution merkið er fyrsta vottunin sem metur arðsemi vara og þjónustu sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Til að fá merkið þurfa umsækjendur að standast ítarlega skoðun utanaðkomandi aðila og er merkið því eftirsótt af fyrirtækjum sem viðurkenning á þeim vörum og þjónustu sem þau veita. Við hjá ReSource erum stolt af [...]

By |04. 10. 2021.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nýja stafræna lausnin okkar fyrir umsjón urðunarstaða eLandfill hefur fengið “Solar Impulse Efficient Solution” vottunina

Úrgangsplast notað í malbik

Á árunum 2018 til 2021 hafa áhrif plastúrgangs á malbik verið rannsökuð á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að plastið styrkir malbik og dregur úr myndun hjólfara. Úrgangsplastið kemur í staðinn fyrir nýframleitt plast sem hefur verið notað í malbik um allan heim frá því á níunda áratugnum og því verður ekki aukning á örplasti í umhverfinu. Notað er blandað plast sem annars yrði brennt erlendis til orkuframleiðslu, en endurvinnsla plastsins [...]

By |03. 09. 2021.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Úrgangsplast notað í malbik