ON í samstarfi við Veiðifélag Andakílsár og landeigendur í Efri-Hreppi hafa unnið að gerð sjálfbærra bakkavarna í Andakílsá með aðstoð sérfræðings frá Resource. Um nýtt verklag er að ræða þar sem unnið er með blöndu af trjábolum með rótarkerfi, grjóti og möl til þess að búa til náttúrulegri og sveigjanlegri bakkavarnir heldur en hefðbundnar grjótvarnir. Bakkinn er endurmótaður 5-7 metra inn frá árbakkanum, trjábolum og grjóti komið fyrir eftir ákveðnu verklagi, flái tekinn, gróðurtorfur settar aftur ofan á og plantað ofan í til að styrkja bakkann. Eftir nokkur ár mun bankinn líta út eins og náttúrulegur bakki.

Jón Örvar G. Jónsson ráðgjafi hjá ReSource stýrði verkinu ásamt Magneu Magnúsdóttur hjá ON. Að verkinu komu einnig erlendir ráðgjafar frá CBEC og McGowan Engineering í Skotlandi ásamt íslenskum verktökum frá Jarðmenn ehf.

Verkefnið vakti athygli Landans og hægt er að sjá umfjöllum um verkefnið hér: Sjálfbærar bakkavarnir við Andakílsá / RUV