Aðalfundur FENÚR 2016
Haldinn mánudaginn 11. apríl kl. 11:00
Gámaþjónustunni, Hringhella 6, Hafnarfirði

Dagskrá aðalfundar:

  • Kosning fundarstjóra.
  • Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi síðasta árs.
  • Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.
  • Umfjöllun um skýrslu stjórnar og reikninga.
  • Áætlun um starfsemi næsta árs.
  • Framkomnar tillögur.
  • Rekstraráætlun fyrir næsta ár.
  • Kjör formanns.
  • Kjör annarra stjórnarmanna.
  • Kjör skoðunarmanna.
  • Önnur mál.

Stjórn samanstendur af:

Helgi Lárusson, sitjandi formaður, gefur kost á sér í formannsembættið.

Ásmundur Einarsson kom í stjórn 2014, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Lúðvík Gústafsson og Nicolas Marino Proietti komu í stjórn 2015. Ekkert sæti aðalsmanns er því laust. Bryndís Skúladóttir og Hrefna B. Jónsdóttir eru varamenn. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn og sætin laus.

Hádegisverður er borinn fram kl. 12:00

Málstofa  FENÚR 2015

Hvernig náum við markmiðum í úrgangsmálum ?

13:00   Inngangserindi og umræðuhópar

15:30   Skoðunarferð um starfssvæði Gámaþjónustunnar

Fundarstjóri: Elías Ólafsson, Gámaþjónustan

Ráðstefnugjald er 5.000 fyrir félagsmenn, 8.000 fyrir utanfélagsmenn og 3.000 fyrir námsmenn. Skráning á fenur@fenur.is vinsamlegast takið fram hvort viðkomandi verður í hádegismat.