ReSource International vill hér með  tilkynna að fyrirtækið hefur lokið þróun á mælingu örplasts í drykkjarvatni. Mælingaraðferðin styður skimanir á stórum sem og litlum sýnatökum þar sem örplast er litað og talið. Vegna erfiðleika við að koma auga á og greina örplast felur aðferðin í sér að taka staðlað sýni þar sem flúorljómað örplast er magngreint í smásjá. Aðferðin leggur áherslu á að koma í veg fyrir og greina mengun í sýni, en menganir hafa haft veruleg áhrif á flestar rannsóknir hingað til.

Verkefnið er stutt af og framkvæmt í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku á Reykjanesi, Hafnafjarðarbæ og Norðurorku á Akureyri.

Önnur fyrirtæki tengd vatns- og fráveitum er velkomið að taka þátt í verkefninu og hafa samband við okkur hjá RSI fyrir frekari upplýsingar.