Þrívíddarprentun og hringrásarhagkerfið

RSI birti frétt fyrir stuttu um nytsemi þrívíddarprentunar í nýsköpun og hönnun. Þar var tekið dæmi um fyrsta flugvélardrónann sem var að fullu þrívíddarprentaður á skrifstofu fyrirtækisins og var flogið með góðum árangri. Vikan sem nú er að líða ber heitið evrópska nýtnivikan og langar okkur að deila með ykkur tveimur dæmum um bætta nýtingu með tilstuðlan þrívíddarprentunar.

Tveir starfsmenn RSI tóku sig til og bjuggu til íhluti í leikföng sem höfðu orðið fyrir skemmdum og gerðu þau nothæf enn á ný. Leikföng eru oft úr plasti og hlutir úr þeim eiga það til að týnast eða brotna sem oft gerir leikföngin ónothæf. Nú er hægt að gera við svona leikföng á einfaldan og fljótan máta.

Hefur þú dæmi um leikföng heima sem sitja og safna ryki vegna þess að einn hlutur brotnaði? Endilega segðu okkur frá hlutum sem þú heldur að væri hægt að laga en þig vantar bara þetta eina stykki.

Comments are closed.