Rekstur gassöfnunarkerfa á urðunarstaðnum í Glerárdal

ReSource International hefur frá stofnun þróað nýjar aðferðir og leiðir við uppsetningu og rekstur gassöfnunarkerfa á urðunarstöðum. Við leitumst við að hámarka gassöfnun og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum hafið vettvangsvinnu með Norðurorku við gamla urðunarstaðinn í Glerárdal þar sem markmiðið er að stýra betur gassöfnun og þar með auka framleiðslu og gæði metangass frá urðunarstaðnum. Metangas er svo hægt að nýta og styður við umhverfisstefnu Norðurorku við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýta endurnýjanlegar orku auðlindir.  

Comments are closed.