Örplast er heitt umræðuefni þessa dagana m.a. vegna frétta erlendis frá um magn örplasts í skólpi og drykkjarvatni. RSI hefur undanfarið ár unnið að rannsóknum á magni örplasts í skólpi í samstarfi við Veitur og Hafnarfjarðarbæ. Til þess höfum við verið þróa áfram aðferðir við sýnatöku og greiningu en ákveðnir gallar voru á aðferðum fyrri rannsókna sem við höfum bætt úr. Markmið rannsóknarverkefnisins var tvíþætt, annars vegar að meta heildarumfang örplasts í skólpi á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar að greina hvort örplast sé í drykkjarvatninu.

Frekari upplýsingar um verkefnin má finna HÉR.