Tæknin færir okkur stöðugt nýjar leiðir til að fylgjast með umhverfinu og gera mannlegar athafnir skilvirkari og nákvæmari. Hafirðu ekki skoðað síðuna okkar um sérstakar umhverfismælingar geturðu gert það hér.

Auk okkar hefðbundnu drónamælinga sem gera okkur kleift að kortleggja land- og iðnaðarsvæði nákvæmlega í tví- og þrívídd er ReSource International byrjað að nota innrauðar myndavélar (NDVI) til þess að meta ástand gróðurþekju. Með innrauðum myndavélum og sérstakri myndvinnslu er mögulegt að meta hvort gróðurþekjan sé að vaxa á ákveðnu svæði eða ekki.
Svona mælingum er hægt að beita á mörgum sviðum. NDVI-kortlagningu er hægt að nota í landbúnaði, landfriðun, á golfvöllum, landslagsmótun o.s.frv. Ein helsta ósk okkar er að nota þessa tækni til að meta áhrif ferðamanna á ferðamannastöðum, í bland við hefðbundna kortlagningu úr lofti og greiningu á hnignun lands.
Fyrir neðan er dæmi um venjulega kortlagningu úr lofti, og tvö dæmi um NDVI-kortlagningu á sama svæði.

Venjuleg kortlagning:

 

RGB Example

NDVI : Svart táknar enga gróðurþekju. Rautt táknar vaxandi gróðurþekju. Grænt og gult táknar litla gróðurþekju.

Cropped Color Index -1

NDVI 2 : Rautt táknar enga gróðurþekju eða lítinn vöxt. Grænt og gult táknar gróðurþekju.

NDVI example

Á báðum NDVI-myndunum er greinilega hægt að sjá hvar fólk hefur gengið á gróðurþekjunni og þar með sjá hugsanlegan bata. Hafirðu frekari áhuga á umhverfismælingum skaltu skoða síðuna okkar um þær eða hafa samband.

Save