Börk­ur Smári Krist­ins­son verk­fræðing­ur tók á móti blaðamanni í urðun­ar­stöð Sorpu í Álfs­nesi. Til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar var að sýna nýja „þvotta­vél“ sem vinn­ur me­tangas en lykt­in vakti mikla at­hygli.

„Sum­ir vilja meina að hund­ur­inn hafi komið hérna inn og gubbað þris­var, fjór­um, fimm sinn­um og ekki þrifið upp eft­ir sig. Þetta hafi fengið að liggja hér í sól­ar­hring og svo kem­urðu aft­ur inn. En þetta er farið að venj­ast og ég tek voða lítið eft­ir þessu núna,“ sagði Börk­ur hlæj­andi.

Verk­efni hans miðar rann­saka mögu­leg­ar þvottaaðferðir til að nota í nýrri gas- og jarðgerðar­stöð Sorpu sem verður kom­in í gagnið árið 2018.

Börk­ur sýndi blaðamanni þvotta­vél­ina á rann­sókn­ar­stof­unni og einnig var far­in skoðun­ar­ferð um urðun­ar­svæðið sjálft. Sjón er sögu rík­ari en nán­ar er rætt við Börk í meðfylgj­andi mynd­skeiði.