Það er okkur gleðiefni að tilkynna að RSI getur núna tekið að sér að kortleggja allt að 1000 hektarar svæði í 2D og 3D með alla punkta staðfærða í hnitakerfi.. Myndirnar geta síðan verið teknar í innrauðu (NDVI) og/eða sýnilegu (RGB) ljósi. Við höfum tekið í notkun nýjan flugvéladróna, E384 frá Event38 (www.event38.com). E384 er fær um að ná yfir 400 hektara svæði á 100 mínútum á sjálfstýringu og skilar myndum til kortagerðar með 5cm nákvæmni og gerbreytir þetta þjónustunni sem við getum boðið uppá.

Kíktu á heimasíðuna okkar www.resource.is til að sjá dæmi um drónaverkefni.