Þessa viku hefur ReSource International verið að prófa að mæla útblástur metans frá landfyllingum með laser aðferð, hönnuð af fyrirtækinu Pergam Suisse. Laser metan tæknin hefur áður verið notuð til þess að meta leka í jarðgas iðnaði. Okkur hefur nú tekist að festa þessa laser metan tækni á drónana okkar og þannig mælum við útblástur metans á þeim landfyllingum sem við sjáum um á suðvesturlandi. Þegar við vinnum úr gögnunum með blöndu af þrívíddar hæðarmyndum og GIS kortatækni þá höfum við skapað háskerpu útblásturskort sem við berum saman við hitamyndir af svæðinu. Markmiðið er að magngreina útblástur metans. Þannig getum við metið gæði nýjustu tækniframfara landfyllinga og gefið ráð um hvernig á að tryggja betri söfnun metans og betri yfirbreiðslutækni landfyllinganna. Þannig drögum við úr útblæstri metans.