News-IS

30
apr

Úrgangsfjölliður í malbiki

ReSource International ehf. hefur unnið hart að tilraunum á malbiki með endurunnum plastúrgangi. Þetta verkefni hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og niðurstöðurnar eru sláandi góðar.

Markmið rannsóknarinnar var að finna nýstárlegar lausnir til stykingar á bundnu slitlagi með notkun á úrgangsplasti. Með þessu móti er hægt að finna malbikslausn sem notast við úrgangs auðlindir sem styður við umhverfislegan- og efnahagslegan sparnað.

Helstu niðurstöður tilraunanna: 28 malbiksblöndur voru prófaðar, 4 sýni fyrir hverja malbiksblöndu. Prófin sem framkvæmd voru; Marshall festa og sig, rúmþyngdarmæling og holrýmdarmæling.

Þessar niðurstöður gefa til kynna að það þarf allt að tvöfalt álag til þess að brjóta malbik með úrgangsfjölliðum. Loks voru framkvæmd hjólfarapróf sem sýna tilhneigingu malbiks til þess að þróa hjólför.

Niðurstöður hjólfaraprófanna gefa til kynna að viðbót úrgangsfjölliða í malbik dragi verulega úr hjólfaramyndun. Malbik með úrgangsfjölliðum hefur slegið met, með minnsta hjólfar sem sést hefur í NMÍ síðastliðin a.m.k. 10 árin.

Næstu skref: Næstu skref verkefnisins er að gera nagladekkjapróf og örplastprófanir á svifryki. Þegar því er lokið verður lagður tilraunavegur þar sem fylgst veðrur með frammistöðu vegkaflans í raunaðstæðum.

Við hjá ReSource erum spennt að vinna að framhaldi verkefnisins og hlökkum til að sjá hvernig þetta hefur áhrif á endurvinnslu plastúrgangs á Íslandi.

8
feb

Rekstur gassöfnunarkerfa á urðunarstaðnum í Glerárdal

ReSource International hefur frá stofnun þróað nýjar aðferðir og leiðir við uppsetningu og rekstur gassöfnunarkerfa á urðunarstöðum. Við leitumst við að hámarka gassöfnun og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum hafið vettvangsvinnu með Norðurorku við gamla urðunarstaðinn í Glerárdal þar sem markmiðið er að stýra betur gassöfnun og þar með auka framleiðslu og gæði metangass frá urðunarstaðnum. Metangas er svo hægt að nýta og styður við umhverfisstefnu Norðurorku við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýta endurnýjanlegar orku auðlindir.  

30
júl

Þróun á örplastsmælingum í drykkjarvatni

ReSource International vill hér með  tilkynna að fyrirtækið hefur lokið þróun á mælingu örplasts í drykkjarvatni. Mælingaraðferðin styður skimanir á stórum sem og litlum sýnatökum þar sem örplast er litað og talið. Vegna erfiðleika við að koma auga á og greina örplast felur aðferðin í sér að taka staðlað sýni þar sem flúorljómað örplast er magngreint í smásjá. Aðferðin leggur áherslu á að koma í veg fyrir og greina mengun í sýni, en menganir hafa haft veruleg áhrif á flestar rannsóknir hingað til.

Verkefnið er stutt af og framkvæmt í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku á Reykjanesi, Hafnafjarðarbæ og Norðurorku á Akureyri.

Önnur fyrirtæki tengd vatns- og fráveitum er velkomið að taka þátt í verkefninu og hafa samband við okkur hjá RSI fyrir frekari upplýsingar.

 

13
júl

How robots with lasers can fight climate change: mapping landfill methane emissions with a UAV-mounted laser sensor

Þessa viku hefur ReSource International verið að prófa að mæla útblástur metans frá landfyllingum með laser aðferð, hönnuð af fyrirtækinu Pergam Suisse. Laser metan tæknin hefur áður verið notuð til þess að meta leka í jarðgas iðnaði. Okkur hefur nú tekist að festa þessa laser metan tækni á drónana okkar og þannig mælum við útblástur metans á þeim landfyllingum sem við sjáum um á suðvesturlandi. Þegar við vinnum úr gögnunum með blöndu af þrívíddar hæðarmyndum og GIS kortatækni þá höfum við skapað háskerpu útblásturskort sem við berum saman við hitamyndir af svæðinu. Markmiðið er að magngreina útblástur metans. Þannig getum við metið gæði nýjustu tækniframfara landfyllinga og gefið ráð um hvernig á að tryggja betri söfnun metans og betri yfirbreiðslutækni landfyllinganna. Þannig drögum við úr útblæstri metans.

23
maí

Lekaleit á hitaveitulögnum

ReSource framkvæmdi nýlega lekaleit á hitaveitulögn á Suðurlandi fyrir Veitur. Við framkvæmdum verkið með því að nota dróna sem bar hitamyndavél og flugum honum meðfram nokkurra kílómetra langri lögn. Í eftirlitinu fundust nokkrar mögulegar hitauppsprettur á afskekktum svæðum sem sáust ekki með berum augum. Með því að notast við þessa eftirlitstækni má minnka kostnað vegna viðgerða og viðhalds á hitaveitulögnum og koma í veg fyrir vandamál í uppsiglingu.

23
maí

Mælingar á örplasti í sigvatni frá urðunarstöðum

ReSource hefur nýlega lokið við sýnatöku fyrir örplastmælingar á tveimur urðunarstöðum á Íslandi, á Álfsnesi og í Fíflholti á Mýrum. Verkefnið er samnorrænt samstarfsverkefni milli ReSource og sænsku ráðgjafarstofunnar ÅF og er styrkt af Umhverfisstofnun Svíþjóðar. Markmið verkefnisins er að safna sigvatnssýnum frá urðunarstöðum á Norðurlöndunum og greina örplast í þeim.

ReSource hannaði og byggði búnaðinn sem verður notaður í sýnatökum og mun hann vera sendur til Noregs og Finnlands til notkunar þar. Hönnun búnaðarins byggir á nýrri nálgun í sýnatöku fyrir örplastmælingar. Sýnin eru síuð á staðnum sem gerir okkur kleift að safna stærra sýni en áður hefur þekkst, það gerir sýnatökuna áreiðanlegri og alla eftirvinnslu og greiningu auðveldari. Von er á niðurstöðum í lok þessa árs.

23
mar

Fjarvöktun á urðunarstaðnum Álfsnesi

Umhverfisverkfræðistofan ReSource International ehf. skrifaði nýlega undir þjónustusamning við SORPU bs. sem felur í sér að ReSource muni sinna reglulegum fjarvöktunarverkefnum með ómönnuðum loftförum á urðunarstaðnum á Álfsnesi. ReSource hefur nú þegar unnið með SORPU í að þróa og bæta mælingar á gassöfnun á urðunarstaðnum sem hefur skilað sér í skilvirkari söfnun á hauggasi og betri gæðum á hreinsuðu metani sem eldsneyti á bifreiðar. Þessi nýji þjónustusamningur mun færa rekstraraðilum nýjar upplýsingar sem nýtast við rekstur urðunarstaðarins og kemur einnig til með auka vísindalega þekkingu á vöktun á urðunarstöðum. Regluleg vöktun með ómönnuðum loftförum mun aðstoða rekstraraðila við að lækka rekstrarkostnað og fylgjast betur með stöðu urðunar en einnig munu gögn sem safnað verður nýtast í útgáfu vísindalegra greina. Annar þáttur í þessu samstarfi ReSource og SORPU eru rannsóknir á losun metans frá urðunarstöðum með hitamyndatöku og lasermælingum á metani.

Þetta nýja skref ReSource International og SORPU er árangur farsæls og árangursríks samstarfs hingað til og mun opna á nýja möguleika í notkun ómannaðra loftfara í umhverfisverkfræðitengdum verkefnum og úrgangsstjórnun.

19
feb

Rannsóknir á örplasti

Örplast er heitt umræðuefni þessa dagana m.a. vegna frétta erlendis frá um magn örplasts í skólpi og drykkjarvatni. RSI hefur undanfarið ár unnið að rannsóknum á magni örplasts í skólpi í samstarfi við Veitur og Hafnarfjarðarbæ. Til þess höfum við verið þróa áfram aðferðir við sýnatöku og greiningu en ákveðnir gallar voru á aðferðum fyrri rannsókna sem við höfum bætt úr. Markmið rannsóknarverkefnisins var tvíþætt, annars vegar að meta heildarumfang örplasts í skólpi á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar að greina hvort örplast sé í drykkjarvatninu.

Frekari upplýsingar um verkefnin má finna HÉR.

2
feb

Plast í malbik – rannsóknaverkefni

ReSource International ehf (RSI) hefur fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði til að gera tilraunir með nýtingu úrgangsplasts sem stoðefni í malbik. Markmið verkefnisins er að meta hagkvæmni þess að nýta úrgangsplast sem nú er að mestu flutt til Svíþjóðar til endurnýtingar og endurvinnslu, sem stoðefni í malbik. Fjölmargar rannsóknir frá Indlandi og reynsla af plastblönduðum vegum þar benda til þess að þessi nýting geti verið liður í að finna plasti endurnýtingarfarveg sem leysir vandamál sem honum fylgja, þá helst fjárhagsleg og umhverfisleg. Jafnframt benda rannsóknir á að styrkur og veðurþol malbiks aukist með notkun plasts sem stoðefnis, sem getur reynst dýrmætt við íslenskar veðuraðstæður.

RSI mun einnig nýta sérþekkingu sína í mælingum og vöktun á örplasti til að meta í þaula möguleg neikvæð umhverfisáhrif vegna nýtingu plasts í vegagerð, þar á meðal rykmyndun og útskolun.

RSI mun leiða verkefnið og samstarfsaðilar eru tvö helstu fyrirtækin í malbiksframleiðslu, þ.e. Malbikunarstöðvarnar Hlaðbær Colas og Malbikunarstöðin Höfði auk SORPU og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem rekur malbikunarsetur til mælinga á aflögun og sliti malbiks. Að auki verður lífsferilsgreining á nýtingu úrgangsplasts í vegagerð unnin af nemanda frá Tækniháskólanum í Danmörku, DTU.

10
jan

Perlan

Hér má sjá nokkrar myndir sem RSI tók nýlega af Perlunni. Hún þjónar mörgum tilgangi sem safn, kaffihús, útsýnispallur og síðast en ekki síst forðatankar fyrir heitt vatn. Við sólsetur einn dag í desember framkvæmdum við eftirlitsflug með hitamyndavél til að skoða virkni einangrunar á tönkunum. Vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll var nauðsynlegt að afla nauðsynlegra leyfa fyrir þetta eftirlitsflug. Töff myndir ekki satt?