30
júl

Þróun á örplastsmælingum í drykkjarvatni

ReSource International vill hér með  tilkynna að fyrirtækið hefur lokið þróun á mælingu örplasts í drykkjarvatni. Mælingaraðferðin styður skimanir á stórum sem og litlum sýnatökum þar sem örplast er litað og talið. Vegna erfiðleika við að koma auga á og greina örplast felur aðferðin í sér að taka staðlað sýni þar sem flúorljómað örplast er magngreint í smásjá. Aðferðin leggur áherslu á að koma í veg fyrir og greina mengun í sýni, en menganir hafa haft veruleg áhrif á flestar rannsóknir hingað til.

Verkefnið er stutt af og framkvæmt í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku á Reykjanesi, Hafnafjarðarbæ og Norðurorku á Akureyri.

Önnur fyrirtæki tengd vatns- og fráveitum er velkomið að taka þátt í verkefninu og hafa samband við okkur hjá RSI fyrir frekari upplýsingar.

 

13
júl

How robots with lasers can fight climate change: mapping landfill methane emissions with a UAV-mounted laser sensor

Þessa viku hefur ReSource International verið að prófa að mæla útblástur metans frá landfyllingum með laser aðferð, hönnuð af fyrirtækinu Pergam Suisse. Laser metan tæknin hefur áður verið notuð til þess að meta leka í jarðgas iðnaði. Okkur hefur nú tekist að festa þessa laser metan tækni á drónana okkar og þannig mælum við útblástur metans á þeim landfyllingum sem við sjáum um á suðvesturlandi. Þegar við vinnum úr gögnunum með blöndu af þrívíddar hæðarmyndum og GIS kortatækni þá höfum við skapað háskerpu útblásturskort sem við berum saman við hitamyndir af svæðinu. Markmiðið er að magngreina útblástur metans. Þannig getum við metið gæði nýjustu tækniframfara landfyllinga og gefið ráð um hvernig á að tryggja betri söfnun metans og betri yfirbreiðslutækni landfyllinganna. Þannig drögum við úr útblæstri metans.